Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 68. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 858  —  68. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

(Eftir 2. umr., 23. mars.)



1. gr.


    A-liður 2. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: hafa búsetu innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
     a.      3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     b.      2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ferðamálastofa leggur mat á fjárhæð tryggingar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og er heimilt að leita umsagnar endurskoðanda.
     c.      Í stað orðanna „endurskoðaðan ársreikning“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: ársreikning áritaðan samkvæmt lögum um ársreikninga, nr. 3/2006.
     d.      Í stað orðanna „að fenginni umsögn löggilts endurskoðanda“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: og er heimilt að óska eftir umsögn endurskoðanda.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.